| 24.03.2017 | 10:09

Sigríður Lára Garðarsdóttir: Markmiðið að fara með á EM

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í hinu árlega Algarve æfingamóti í Portúgal á dögunum en það er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir EM í sumar. Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV, var í leikmannahópnum og fékk að spreyta sig meðal þeirra bestu en mörg af sterkustu liðum heims taka þátt í mótinu. Mótið segir Sísi að hafi verið lærdómsríka upplifun fyrir sig og eigi án efa eftir að koma sér vel fyrir komandi verkefni, hvort sem það verði með ÍBV eða landsliðinu.
 
Hvernig var upplifunin að fá að taka þátt í Algarve með A-landsliðinu? ?Þetta var alveg frábær upplifun og það er mikill heiður að spila fyrir Íslands hönd. Bara geggjað,? segir Sísí.
Líkt og aðrir leikmenn í hópnum, fékk Sísí töluverðan spilatíma í þessum fjórum leikjum á mótinu, þar af tvo leiki í byrjunarliði. Þetta hlýtur að vera lærdómsríkt? ?Já, þetta var þvílíkt lærdómsrík ferð. Að spila á hæsta leveli á móti þeim bestu er eitthvað sem ég vil halda áfram að gera. Það eru algjör forréttindi að spila fyrir íslenska landsliðið og öll umgjörð í kringum það frábær. Á hverjum degi var ég að læra og kynnast einhverju nýju og það mun klárlega hjálpa mér að verða betri íþróttakona,? segir Sísí.
Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM verður 18. júlí gegn Frökkum. Fannst þér þú hafa nýtt tækifærið í Algarve til að sýna þjálfaranum að þú eigir erindi í lokahópinn? ?Markmiðið fyrir Algarve var auðvitað að sanna mig og sýna hvað ég get og ég er bara mjög sátt með frammistöðu mína á mótinu. Markmiðið er auðvitað að komast í lokahópinn á EM en það eru nóg af verkefnum framundan hjá bæði landsliðinu og ÍBV og ég er staðráðin í að halda áfram að bæta mig og vinna bæði æi styrk- og veikleikum mínum. Ég er spennt að takast á við komandi verkefni og svo mun þetta bara skýrast þegar nær dregur,? segir Sísí að lokum.
 
 

Meira

| 24.03.2017 | 09:05

Lengjubikar kk: Steinlágu fyrir KR

Eyjamenn steinlágu fyrir KR um helgina í Lengjubikarnum, lokastaða 4:0 fyrir Vesturbæingum. Fyrsta markið kom á 63. mínútu og það síðasta tuttugu mínútum síðar en um svipað leyti fékk Óskar Elías Zoega Óskarsson að líta rauða spjaldið. Eftir fjóra leiki er ÍBV í þriðja sæti með tvo sigra, eitt jafntefli og eitt tap. Næsti leikur liðsins verður gegn Selfossi í dag kl. 16:15 á JÁVERK-vellinum á Selfossi.
 

Meira

Lengjubikar kvk: Sigur gegn FH

| 24.03.2017 | 09:04

Eldri fréttir