| 31.03.2015 | 21:42

ÍBV lagði Gróttu

ÍBV og Grótta mættust í kvöld á Seltjarnarnesi. Grótta voru orðnar deildarmeistarar fyrir leikinn en Eyjastúlkur geðru sér lítið fyrir og unnu deildar- og bikarmeistara Gróttu 18-20 en þetta var aðeins annar ósigur Gróttu í vetur. Grótta var þó yfir í hálfleik 12-10. 
 
ÍBV tryggði sér 4. sætið í deildinni með sigrinum og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Þær mæta Haukum í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 
 
Jón Gunnlaugur Viggóson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að hann væri stoltur af stelpunum. ?Þetta var frábær leikur í alla staði, gríðarleg vinnusemi og gleði. Liðsheildin skilaði þessum sigri. Stelpurnar voru ótrúlega sterkar í vörninni og heilt yfir besti leikur tímabilsins.?
 
Mörk ÍBV skoruðu þær: Vera Lopes 8, Ester Óskarsdóttir 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 1 og Elín Anna Baldursdóttir 1.
 

Meira

| 30.03.2015 | 21:37

Eins mark tap gegn HK

Fallnir HK-ingar unnu í kvöld eins marks sigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 38-37. Leikurinn var gríðarlega hraður og staðan var 11-11 eftir aðeins 16. mínútna leik. Leikplan kvöldsins var að keyra hraða miðju og virkaði það vel hjá báðum liðum. Staðan í hálfleik var 18-19 fyrir HK. 
 
Síðari hálfleikur hófst af sama krafti og sá fyrri, bæði lið keyrðu hratt upp völlinn. Þegar korter var eftir af leiknum komust Eyjamenn í 29-27 en HK-ingar voru alltaf vel inní leiknum og leiddu leikinn framanaf. Guðni Már Kristinsson tryggði svo HK sigurinn í lokasókn þeirra og lokatölur 37-38 í miklum markaleik. 
 
Mörk ÍBV skoruðu þeir: Theodór Sigurbjörnsson 7, Einar Sverrisson 6, Andri Heimir Friðriksson 6, Bergvin Haraldsson 5, Hákon Daði Styrmisson 4, Grétar Þór Eyþórsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Guðni Ingvarsson 1 og Dagur Arnarsson 1. 
 
Nánar verður fjallað um leikinn í næsta tölublaði Eyjafrétta.

Meira

Mæta HK í kvöld

| 30.03.2015 | 16:30

Mæta Aftureldingu í kvöld

| 26.03.2015 | 11:05

600 mörk í 20 deildarleikjum

| 25.03.2015 | 14:43

Eldri fréttir