| 29.08.2015 | 18:12

ÍBV sigraði Hafnarfjarðarmótið

 Í dag lauk síðasta keppnisdeginum á Hafnarfjarðarmótinu í Handbolta, fjögur lið tóku þátt, Haukar, FH, ÍR og ÍBV. ÍBV sigraði mótið en þeir unnu tvo leiki og gerðu eitt jafntefli. Eins og við höfum áður sagt frá sigruðu ÍBV, FH á fyrsta degi mótsins. Í gær áttust svo við Haukar og ÍBV en leiknum lyktaði með jafntefli. Í dag mættust svo ÍBV og ÍR þar sem ÍBV burstaði ÍR-inganna, 37-23 og standa því Eyjamenn uppi sem sigurvegarar á þessu sterka æfingarmóti. 

Meira

| 28.08.2015 | 10:26

ÍBV sigraði FH

ÍBV vann sjö marka sigur á FH, 30-23, í seinni leik Hafnarfjarðarmótsins í gærkvöldi. Theodór Sigurbjörnsson skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og þeir Grétar Þór Eyþórsson, Dagur Arnarsson og Kári Kristjánsson voru allir með fjögur mörk hvor.
 
Í dag klukkan 18.00 mætast Haukar og ÍBV, en þetta verður fyrsti leikurinn sem Gunnar Magnússon fyrrverandi þjálfari ÍBV mun stýra gegn ÍBV en liðin eiga eflaust eftir að mætast oft í vetur, en þau etja kappi í næstu viku í leik um titlinn meistara meistaranna. 
 

Meira

Góður sigur hjá stelpunum

| 26.08.2015 | 21:22

Góður sigur hjá stelpunum

| 26.08.2015 | 21:22

Eldri fréttir