| 23.04.2014 | 11:04

Leifur í úrvalsliði 1. deildar

Eyjamaðurinn Leifur Jóhannesson sem lék með Þrótti í 1. deildinni í handboltanum í vetur, er í úrvalsliði 1. deildar sem þjálfarar í deildinni völdu.  Það er vefurinn Fimmeinn.is sem stóð fyrir kosningunni.  Leifur deilir reyndar stöðu hægri skyttu með fyrrum atvinnumanninum og landsliðsmanninum Einari Hólmgeirssyni en þeir urðu hnífjafnir í kosningunni.  Leifur fór fyrir liði Þróttar í vetur, var lang markahæsti leikmaður liðsins með 111 mörk í 20 leikjum, sem gera ríflega fimm mörk að meðaltali í leik.  Gera má ráð fyrir því að Leifur leiki ekki meira með Þrótti, sem endaði í næst neðsta sæti 1. deildar enda er hann að flytja aftur til Eyja í sumar.

Meira

| 22.04.2014 | 22:18

Frábær leikur, frábær stemmning, frábær sigur

Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á Val í kvöld þegar liðin áttust við í fyrsta leik undanúrslitanna.  Leikurinn fór fram í Eyjum fyrir framan tæplega 600 áhorfendur sem létu vel í sér heyra þannig að stemmningin varð meiriháttar.  Eflaust hefur það hjálpað til í byrjun þegar Eyjamenn fóru hreinlega á kostum, komust í 6-1 þegar aðeins rúmar sjö mínútur voru búnar og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru Valsmenn bara búnir að skora fjögur mörk.  Þeir náðu að saxa á forskotið en í hálfleik var staðan 16:13 fyrir ÍBV.  Valsmenn minnkuðu muninn í tvö mörk en um miðjan hálfleikinn gáfu Eyjamenn aftur í og innsigluðu öruggan sigur, 32:28.
 
Magnús Stefánsson lék með ÍBV í kvöld og munaði um minna, ekki síst í varnarleiknum þar sem Magnús spilar stóra rullu.  Fremstur meðal jafningja fór hins vegar Róbert Aron Hostert.  Það er engu líkara en hann geti skorað þegar hann vill en hann tók leikinn í raun og veru yfir um miðjan síðari hálfleikinn, raðaði inn mörkunum og endaði á því að skora rétt um þriðjung marka ÍBV eða tíu mörk alls.  Það var varla að finna veikan hlekk á ÍBV liðinu en leikur liðsins var reyndar nokkuð kaflaskiptur.  Það var þó aldrei meira en svo að maður hafði það aldrei á tilfinningunni að Valur væri að fara vinna leikinn því Eyjamenn höfðu leikinn í höndum sér allan tímann.  
 
Liðin mætast að nýju á Hlíðarenda á fimmtudaginn klukkan 16:00.  Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.
 
Mörk ÍBV: Róbert Aron Hostert 10, Guðni Ingvarsson 5, Agnar Smári Jónsson 5, Grétar Eyþórsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 4/2, Magnús Stefánsson 3, Sindri Haraldsson 1.
Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjargarson 9/1, Henrik Eidsvaag 7.
 
Með greininni fylgir myndbandsviðtal við Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV.

Meira

Mættu snemma í kvöld

| 22.04.2014 | 16:03

Fyrsti leikurinn í dag

| 22.04.2014 | 09:11

Halldór Jóhann ekki til ÍBV

| 16.04.2014 | 11:00

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið