| 11.02.2016 | 21:32

Sigur í spennandi leik ::Myndir

ÍBV og FH mættust í kvöld í 20. um­ferð Olís deild­ar karla í hand­bolta þar sem ÍBV hafði betur,  20-19 eft­ir dramatískar lokamínútur þar sem að allt ætlaði um koll að keyra.
 
Í fyrri hálfleik var jafn­ræði með liðunum en leikmenn ÍBV voru þó alltaf skrefinu á undan þrátt fyrir marga tapaða bolta, Stephen Nilsen fann sig vel í fyrri hálfleik og varði 14 skot. Mest náðu Eyjamenn þriggja marka forskoti en FH-ingar náðu jafn hraðan að jafna og var staðan jöfn í hálfleik, 9-9.
 
Lítið var skorað fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik, FH-ingar náðu svo fjögurra marka forskoti eftir um tíu mínútna leik en þá kom virkilega slæmur kafli hjá liðinu. Leikmenn ÍBV snéru leiknum sér í hag og skoruðu sex mörk gegn engu, Kolbeinn Aron Arnarsson hafði þá komið inn af bekknum og lokaði markinu en hann var með 63% markvörslu í kvöld. FH-ingar náðu að minnka muninn á nýjan leik og komast einu marki yfir þegar fimm mínútur voru eftir að leiknum og æsispennandi lokamínútur fram undan. Það var svo Elliði Snær VIðarsson sem skoraði sigurmark ÍBV úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir, lokatölur 20-19. 
 
 
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Andri Heim­ir Friðriks­son 6, Kári Kristján Kristjánsson 5, Agnar Smári Jónsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 2, Magnús Stefánsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Theodór Sigurbjörnsson 1 og Grétar Þór Eyþórsson 1. 
 
Í markinu varði Stephen Nielsen 16 skot, þar af eitt víti og Kol­beinn Arn­ars­son  5 skot, þar af eitt víti. 
 

Meira

| 11.02.2016 | 17:32

Fjársöfnun fyrir Abel

Abel Dhaira, leikmaður félagsins, hefur átt við erfið veikindi að stríða undanfarna mánuði.
 
Hann var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðarholi sem nú hefur dreift sér í fleiri líffæri. Abel mun hefja læknismeðferð hér á landi í næstu viku.
 
Félagið og styrktaraðilar standa þétt við bak Abel og munu leitast við að tryggja honum bestu læknishjálp sem völ er á. Til að létta Abel þá fjárhagslegu byrði sem svo erfiður sjúkdómur orsakar hefur félagið í samstarfi við Vodafone ákveðið að standa fyrir fjársöfnun.
 
Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefninsins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abels vegna þessarra
veikinda
 
Þessi veikindi er Abel þungbær og við hvetjum alla sem tök hafa á til að sýna honum vinsemd og virðingu í þessari baráttu.
 
Knattspyrnuráð ÍBV íþróttafélags
 
9071010 ? 1000kr
9071020 ? 2000kr
9071030 ? 3000kr

Meira

FH kemur í heimsókn

| 11.02.2016 | 08:09

Felix Örn æfir með u-17

| 8.02.2016 | 09:59

Bikarmeistararnir úr leik

| 7.02.2016 | 19:34

Eldri fréttir