| 28.10.2016 | 09:56

Sel­foss skoraði 38 mörk gegn ÍBV

Sel­fyss­ing­ar unnu hreint út ótrú­leg­an sig­ur á ÍBV í Olís-deild karla í hand­bolta í (gær)kvöld. Loka­töl­ur í Valla­skóla urðu 38:32. Mbl.is greindi frá.
 
Eyja­menn höfðu frum­kvæðið fram­an af leikn­um og leiddu 7:9 þegar þrett­án mín­út­ur voru liðnar. Þá kom gott áhlaup hjá heima­mönn­um sem skoruðu níu mörk gegn þrem­ur á tíu mín­útna kafla og breyttu stöðunni í 16:12. For­skot Sel­foss var fimm mörk í hálfleik, 20:15.
 
Sel­fyss­ing­ar slökuðu ekk­ert á klónni í upp­hafi seinni hálfleiks og náðu níu marka for­skoti þegar rúm­ar tíu mín­út­ur voru liðnar. Þá tók Theo­dór Sig­ur­björns­son til sinna ráða og raðaði inn mörk­un­um fyr­ir Eyja­menn. Ótrú­leg sveifla til baka og ÍBV jafnaði, 32:32, þegar rúm­ar fimm mín­út­ur voru eft­ir. Þá var kraft­ur Eyja­manna á þrot­um. Helgi Hlyns­son skellti í lás í Sel­foss­mark­inu og heima­menn skoruðu síðustu sex mörk leiks­ins.
 
Guðni Ingvars­son skoraði 13 mörk fyr­ir Sel­fyss­inga og Ein­ar Sverris­son 8, en hann átti ófá­ar stoðsend­ing­ar inn á Guðna á lín­unni. Helgi Hlyns­son varði 21 skot í marki Sel­foss.
 
Theo­dór Sig­ur­björns­son skoraði 13/?4 mörk fyr­ir ÍBV, þar af tíu í seinni hálfleik. Grét­ar Eyþórs­son kom næst­ur hon­um með 6 mörk. Andri Ísak Sig­fús­son varði 9 skot fyr­ir ÍBV.
 

Meira

| 27.10.2016 | 10:45

Selfoss-ÍBV í Olís-deild karla

 Eyjamenn leika gegn Selfossi á útivelli í dag kl. 19:30 í Olís-deild karla.

Meira

Tap gegn Haukum

| 22.10.2016 | 17:31

ÍBV-Haukar í dag kl. 13:30

| 22.10.2016 | 09:18

Eldri fréttir