| 1.10.2016 | 17:03

Pepsídeild karla ? Gulltryggði sæti sitt í deildinni - Fagna í kvöld

Eftir barning alla seinni umferð Pepsídeildar karla í fótbolta náðu Eyjamenn að klára tímabilið með þokkalegri reisn sem dugði til að halda liðinu í efstu deild. Leikurinn gegn Val á heimavelli um síðustu helgi lagði grunninn að því með 4:0 sigri ÍBV. Þar með var ÍBV komið á nokkuð lygnan sjó með 22 stig og mun hagstæðara markahlutfall en Víkingur Ólafsvík og Fylki sem voru í sætunum fyrir neðan.
 
Þessu var svo fylgt eftir með 1:1 jafntefli á Íslandsmeisturum FH á útivelli í dag. Á meðan töpuðu Víkingur og Fylkir sínum leikjum og leika Árbæingar í fyrstu deild að ári. Það var hinn ungi og efnilegi Devon Már Griffin sem hélt uppi heiðri Eyjamanna í Kapplakrika með marki í upphafi seinni hálfleiks. Er það hans fyrsta mark í efstu deild.
 
Það þurfti svo víti fyrir Íslandsmeistarana til að jafna og það urðu lokatölurnar. ÍBV endaði með 23 stig í níunda sæti, vann sex leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði 11. Markatalan er athyglisverð, því á meðan ÍBV skoraði 22 mörk fékk liðið á sig 26 sem er með því lægsta í deildinni.
 
Í kvöld er lokahóf fótboltans í Höllini þar sem því verður fagnað að enn eiga Eyjamenn kvenna- og karlalið í efstu deild í knattspyrnu.
 
Myndin er úr leik ÍBV og Vals um síðustu helgi.
 

Meira

| 1.10.2016 | 11:24

ÍBV-stelpurnar enduðu í 5. sæti - Ótrúleg endurkoma í lokaleik

ÍBV-stelpurnar áttu ótrúlega endurkomu í leik sínum gegn Þór/KA á Hásteinsvelli í gær sem var sá síðasti í Pepsídeildinni þetta árið. Eftir 58 mínútur var staðan 3:0 fyrir gestina en lokamínúturnar voru Eyjastúlkna sem skoruðu mark á 84. mínútu, 89. mínútu og á 3. mínútu í uppbótartíma.
 
 
Það var hin kanadíska Cloe Lacasse sem átti tvö fyrri mörk ÍBV og er þar með orðin þriðja markahæst í deildinni með 13 mörk. Það var svo Natasha Anasi sem jafnaði metin á þriðju mínútu í uppbótartíma.
 
ÍBV endar í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig.
 
 

Meira

ÍBV-Selfoss kl. 13:30 í dag

| 1.10.2016 | 10:15

FH-ÍBV í dag kl. 14:00

| 1.10.2016 | 10:15

Eldri fréttir