| 22.09.2014 | 20:47

Frábær sigur á Val

Kvennalið ÍBV vann góðan útisigur á Val í kvöld en leikur liðanna fór fram á heimvelli Vals, Vodafonevellinum.  Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom ÍBV yfir á 31. mínútu og staðan í hálfleik var 0:1.  Valur jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks en Shaneka Gordon kom ÍBV aftur yfir á 67. mínútu og Vesna Elísa Smiljkovic innsiglaði sigur ÍBV tveimur mínútum síðar.  Stigin þrjú í dag tryggja að ÍBV getur ekki endað neðar en í 6. sæti, þar sem liðið er núna því Valur er í 7. sæti, fimm stigum á eftir ÍBV.  Þótt ótrúlegt megi virðast þá á ÍBV ennþá veika von um að ná þriðja sætinu en Þór/KA situr þar með 30 stig.  Selfoss og Fylkir eru svo með 29 stig en ÍBV er með betra markahlutfall en öll þessi þrjú lið.  Fari svo að Selfoss og Fylkir geri jafntefli í sínum leikjum í lokaumferðinni og Þór/KA tapar, þá dugir ÍBV sigur á heimavelli gegn Breiðabliki.  Hins vegar eru líkurnar á að þetta gangi eftir ekki miklar en þó, miði er möguleiki.
 
Ian Jeffs tekur við
Það hefur verið opinbert leyndarmál í Eyjum að knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs muni taka við meistaraflokki kvenna eftir tímabilið.  Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari liðsins síðustu átta tímabil staðfesti þetta hins vegar eftir leikinn, að hann muni stíga til hliðar og Jeffsy taki við.  Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hyggst Jeffsy þó halda áfram að spila með karlaliðinu og verður Jón Óli honum til halds og trausts vegna þessa.

Meira

| 22.09.2014 | 20:36

Léleg vörn, sókn og lítil markvarsla

Það stóð varla steinn yfir steini í leik ÍBV í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍR 24:29.  Sigur ÍR-inga var sanngjarn enda voru þeir yfir allan tímann, komust í 0:2 strax í byrjun leiks og Eyjamenn náðu aldrei að jafna metin.  Leikur Eyjamanna olli miklum vonbrigðum enda langt frá því sem sást í fyrsta leiknum gegn FH.  Sóknarleikurinn var arfaslakur og nýting dauðafæra léleg.  Varnarleikurinn var langt frá því sem eðlilegt getur talist og markvarslan var ekki góð.  Eins og sést á þessari upptalningu var ekki margt sem gladdi augað í kvöld.  Það var helst innkoma hornamannsins unga Hákons Daða Styrmissonar sem gladdi en hann skoraði þrjú mörk í röð undir lok leiksins, minnkaði muninn í fjögur mörk þegar fimm mínútur voru eftir en Eyjamenn voru einum færri á þessum kafla.  En í kjölfarið fengu tveir leikmenn í viðbót brottvísun og eftirleikurinn auðveldur fyrir ÍR-inga.
 
Næsti leikur ÍBV er næstkomandi laugardag þegar Eyjamenn sækja Aftureldingu heim í Mosfellsbæ.  ÍBV á harma að hefna enda töpuðu Eyjamenn fyrir Aftureldingu í bikarnum síðasta vetur á sama velli.  En það er morgunljóst að leikmenn Eyjaliðsins verða að girða sig í brók ætli þeir sér að eiga möguleika gegn nýliðunum.  Spilamennskan í kvöld var víti til varnaðar, það má ekkert slaka á því allir vilja vinna Íslandsmeistarana.
 
Mörk ÍBV: Einar Sverrisson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4/1, Guðni Ingvarsson 4, Andri Heimir Friðriksson 4, Hákon Daði Styrmisson 3/1, Grétar Eyþórsson 2/2, Agnar Smári Jónsson 2.
Varin skot: Henrik Eidsvåg 6/1, Haukur Jónsson 5.
 
 

Meira

Fyrsti heimaleikurinn í kvöld

| 22.09.2014 | 09:08

Tapað stig hjá ÍBV

| 19.09.2014 | 19:33

Titilvörnin hefst í dag

| 19.09.2014 | 14:31

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið