| 26.08.2014 | 22:24

ÍBV fór illa með Aftureldingu

Kvennalið ÍBV vann í kvöld stórsigur á Aftureldingu 8:0.  Staðan í hálfleik var 4:0 en með sigrinum er ÍBV svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeild.  ÍBV er nú í 7. sæti með 18 stig en Afturelding er í 9. sæti, fallsæti með 7 stig.  11 stig eru á milli liðanna og 12 stig eftir í pottinum.  ÍBV á eftir að spila gegn FH og ÍA, tveimur af þremur neðstu liðunum og mun án efa vinna ÍA, sem hefur aðeins eitt stig eftir 14 leiki.  Þar með væri sætið endanlega öruggt.  Eyjastúlkur ættu því að geta farið að horfa upp töfluna í stað þess að horfa niður á hana.  Staðan er nefnilega þannig að aðeins eru fimm stig upp í fjórða sætið og ljóst að enn er möguleiki á að komast ofar.
 
Mörk ÍBV gerðu þær Vesna Elísa Smiljkovic (2), Díana Dögg Magnúsdóttir (2), Kristín Erna Sigurlásdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Bryndís Hrönn Kristinsdóttir og eitt marka ÍBV var sjálfsmark Aftureldingar.
 

Meira

| 26.08.2014 | 22:18

Fyrrum leikmaður ÍBV fór illa með United

Ein óvæntustu úrslit Deildarbikarkeppninnar í enska fótboltanum litu dagsins ljós í kvöld þegar enska C-deildarliðið fór illa með fyrrum stórlið Manchester United.  Liðin áttust við á heimavelli MK Dons og var uppselt eins og gefur að skilja.  Lokatölur urðu 4:0 fyrir MK Dons en svo skemmtilega vill til að fyrrum leikmaður ÍBV, George Baldock leikur með MK dons og var í byrjunarliðinu í kvöld.  Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 og þótti standa sig með mikilli prýði.  Hann lék 17 leiki með félaginu og skoraði eitt mark áður en hann sneri aftur til MK Dons.

Meira

Báðir leikirnir í Eyjum

| 26.08.2014 | 08:09

Hugsa ekki um einhver met

| 20.08.2014 | 14:45

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið