| 22.07.2014 | 12:44

Íslandsmeistararnir til Ísrael

Íslandsmeistarar ÍBV í karlahandboltanum mæta ísraelska liðinu Hapoel Ris­hon LeZi­on í 2. umferð EHF-bikarsins en dregið var í morgun.  ÍBV var í efri styrkleikaflokki en ísraelska liðið hefur orðið meistari tvö ár í röð og verðugt verkefni fyrir Eyjaliðið, bæði sterkur mótherji og mjög langt ferðalag.  Leikir liðanna fara fram 6. eða 7. september og 13. eða 14. september.
 
Kvennalið ÍBV tekur einnig þátt í Evrópukeppninni og fer einnig til Miðjarðarhafsins en þó ekki lengra en til Ítalíu því ÍBV mætir Salermo í 2. umferð EHF-bikars kvenna.  Salermo varð ítalskur meistari 2010 og 2011 og má því búast við hörkurimmu.  Leikirnir fara fram 18. eða 19. október og 25. eða 26. október.

Meira

| 21.07.2014 | 20:28

Selfoss hafði betur innan vallar sem utan

Selfoss hafði betur í Suðurlandsslag Pepsídeildar kvenna í kvöld en ÍBV og Selfoss áttust við á Hásteinsvelli.  Lokatölur urðu 0.3 en staðan í hálfleik var 0:0.  Gestirnir frá Selfossi byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk á 52. og 55. mínútu og bættu svo við þriðja markinu um miðjan hálfleikinn.  Þar með er þriðja tap ÍBV í röð staðreynd en liðið er nú að missa af lestinni í Pepsídeildinni, er í 7. sæti með 12 stig eftir 10 leiki en Valur er í 6. sæti með 15 stig.  Selfoss komst hins vegar upp í þriðja sætið með sigrinum, er nú með jafn mörg stig og Breiðablik, sem er í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða.
 
Það verður að segjast eins og er að sigur Selfyssinga var verðskuldaður.  Selfoss fékk þvílíkt dauðafæri strax á 28. mínútu en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir sýndi meistaratakta þegar hún varði frá leikmanni Selfoss sem var ein á móti Bryndísi.  Eftir hornspyrnuna sem fylgdi í kjölfarið, björguðu varnarmenn ÍBV svo á línu en þetta voru hættulegustu færi fyrri hálfleiks.
 
Selfyssingar voru svo sterkari í síðari hálfleik þegar þær léku undan vindinum.  Selfyssingar náðu mun betra spili en Eyjaliðið og náðu nokkrum sinnum að opna vörn ÍBV.  Kristín Erna Sigurlásdóttir fékk svo úrvalsfæri til að minnka muninn á 65. mínútu en brást bogalistin.  Stuttu síðar skoruðu gestirnir þriðja markið og um leið fjaraði leikurinn út.  Selfyssingar fögnuðu svo vel í leikslok með fjölmörgum stuðningsmönnum sem voru líklega fleiri en stuðningsmenn ÍBV í stúkunni á Hásteinsvelli í dag.

Meira

Suðurlandsslagur í dag

| 21.07.2014 | 10:04

Þriðji sigurinn í röð

| 20.07.2014 | 22:31

Fimm marka sigur hjá KFS

| 19.07.2014 | 18:53

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið