| 31.07.2015 | 08:05

Stefán Ragnar til ÍBV

 Varnarmaðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson er farinn til ÍBV á láni frá Fylki en hann mun klára tímabilið með Eyjamönnum.
 
Hjá ÍBV hittir Stefán fyrir Ásmund Arnarsson sem þjálfaði hann hjá Fylki.
 
Stefán, sem er frá Selfossi, lék níu leiki með Fylki í Pepsi-deildinni í sumar en hefur ekkert komið við sögu hjá liðinu eftir að Hermann Hreiðarsson tók við því af Ásmundi.
 
Vísir.is greindi frá

Meira

| 30.07.2015 | 23:28

Bikardraumurinn úti

 KR hafði betur gegn ÍBV í Vest­ur­bæn­um 4:1. í kvöld þegar liðin mættust í undanúrslitum Borgunarbikars karla. 
 
Hólm­bert Aron Friðjóns­son kom KR yfir eft­ir 23 mín­út­na leik en Gonzalo Bal­bi átti þá góða send­ingu fyr­ir á Hólm­bert sem var einn og óvaldaður í teign­um og renndi knett­in­um snyrti­lega í netið, 1:0. Eftir mark KR spilaði lið ÍBV mun betur og komu sér í nokkur ágæt færi. Haf­steinn Briem átti skalla í slá og Gunn­ar Heiðar var nærri því að sleppa í gegn.
 
Á 41. mín­útu skoraði Hólm­bert annað mark sitt þegar hann skallaði knött­inn í fjær­hornið í stöng og inn eft­ir send­ingu frá Óskari Erni Hauks­syni, 2:0 og þannig var staðan í hálfleik.
 
KR-ing­ar voru betri í síðari hálfleik og á 54. mín­útu skoraði Óskar Örn Hauksson þriðja mark KR-inga og Þor­steinn Már Ragn­ars­son bætti við því fjórða á 67. mínútu. Bjarni Gunn­ars­son minnkaði hins veg­ar mun­inn fyr­ir ÍBV eft­ir horn­spyrnu Víðis Þor­varðar­son­ar, 1:4 og þar við sat og KR-ing­ar komn­ir í úr­slit.

Meira

Stórsigur hjá KFS

| 29.07.2015 | 21:40

KFS mætir Álftanesi

| 29.07.2015 | 13:54

Sigur á Þrótti

| 29.07.2015 | 07:25

Yngvi í KFS

| 28.07.2015 | 22:17

Glenn til á lán til Blika

| 27.07.2015 | 00:01

Eldri fréttir