| 28.05.2016 | 17:54

Eyjakonur höfðu ekki erindi sem erfiði gegn Stjörnunni

Stjörnukonur höfðu betur gegn ÍBV, 0:1 á Hásteinsvelli í leik sem er nýlokið. Leikurinn var í fjórðu umferð Pepsídeildarinnar og er ÍBV í sjöunda sæti með þrjú stig en Stjarnan situr á toppi deildarinnar með tíu stig.
 
 
Ekkert mark var skorða í fyrri hálfleik en aðeins um tíu mínútur voru liðnar af þeim seinni þegar Stjarnan náði að skora. Eftir það voru Stjörnukonur mun sprækari og var það ekki fyrr en á síðustu tíu til fimmtán mínútunum sem Eyjakonur náðu sér á strik. Náðu þær að að skapa sér nokkur færi þar sem Cloe Lacasse fór fremst í flokki. Það dugði þó ekki til og niðustaðan var þriðji tapleikurinn á tímabilinu. Allir hafa þeir tapast 1:0.
 
 

Meira

| 28.05.2016 | 07:47

Kvennahlaupið 4. júní

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í Vestmannaeyjum um sjómannadagshelgina laugardaginn 4. júní næstkomandi. Hefðbundið snið verður á hlaupinu, þar sem hittst verður fyrir framan Íþróttamiðstöðina í upphitum og verða nokkrar hlaupaleiðir í boði sem auglýstar verða þegar nær dregur. UMFÍ - Frjálsar íþróttir í Vestmannaeyjum sjá um skipulagningu og utanumhald á hlaupinu og munu iðkendur félagsins selja boli í vikunni. 

Meira

Eldri fréttir