| 27.07.2014 | 19:37

Fyrsta tap ÍBV í rúman mánuð

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik síðan 22. júní þegar liðið sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn.  Lokatölur urðu 2:0 en Garðbæingar komust yfir í fyrri hálfleik en skoruðu svo annað markið í lok leiks, einum færri.  Eyjamenn komu boltanum reyndar í tvígang í netið á marki Garðbæinga en hvorugt markið fékk að standa.  Þórarinn Ingi Valdimarsson var í byrjunarliði ÍBV í dag og Andri Ólafsson kom inn á.
 
Næsti leikur ÍBV er á fimmtudaginn þegar Eyjamenn taka á móti KR í undanúrslitum bikarsins.

Meira

| 27.07.2014 | 13:48

KFS svo gott sem komið í úrslit

KFS er nánast öruggt með sæti í úrslitum 4. deildar eftir 2:5 sigur á Mídas í gær. Leikurinn fór fram á Framvellinum í Úlfarsárdal. Gauti Þorvarðarson kom KFS yfir undir lok fyrri hálfleiks en heimamenn jöfnuðu metin skömmu áður en flautað var til leikhlés. Valur Smári Heimisson kom KFS hins vegar aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks áður en Gauti bætti þriðja markinu við stuttu síðar. Guðmundur Geir Jónsson skoraði fjórða mark KFS áður en Gauti gulltryggði sigurinn með fimmta markinu. Mídas náði svo að laga stöðuna örlítið í blálokin og lokatölur því 2:5.
 
KFS er sem fyrr á toppi B-riðils með 31 stig eftir 10 sigra og 1 jafntefli í 11 leikjum. Vængir Júpíters er í öðru sæti með 21 stig og Augnablik er í þriðja sæti með 20 stig. Bæði lið eiga eftir fjóra leiki og geta því komist upp fyrir KFS, svo lengi sem Eyjamenn tækju upp á því að tapa síðustu þremur leikjum sínum. Það verður hins vegar að teljast mjög ólíklegt, enda KFS ekki tapað leik í riðlakeppninni. Tvö efstu lið riðilsins komast í úrslit en KFS á eftir að spila bæði við Vængi Júpíters og Augnablik.  Þá eru tveir af þremur síðustu leikjum KFS í riðlakeppninni heimaleikir.

Meira

Andri aftur heim

| 25.07.2014 | 15:42

Suðurlandsslagur í dag

| 21.07.2014 | 10:04

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið