| 16.04.2014 | 11:00

Halldór Jóhann ekki til ÍBV

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari kvennaliðs Fram hefur verið orðaður við þjálfarastöðu karlaliðs ÍBV.  Hugmyndin var að hann myndi taka við af Arnari Péturssyni, sem ætlar að leggja þjálfaraflautuna á hilluna eftir tímabilið og að Halldór myndi starfa við hlið Gunnars Magnússonar.  Nú er hins vegar ljóst að Halldór Jóhann kemur ekki til Eyja næsta vetur en þetta staðfestir hann á mbl.is.  ?Þetta gekk bara ekki upp af fjölskyldulegum ástæðum. Þannig að það er orðið klárt mál að ég sem ekki við ÍBV.?

Meira

| 16.04.2014 | 09:41

ÍBV sendi trefla á minningarathöfn vegna Hillsboroughslyssins

Í gær, 15. apríl var þess minnst að 25 ár eru liðin frá hinu hræðilega slysi á Hillsborough leikvangi í Englandi þar sem 96 aðdáendur Liverpool tróðust undir í mannþrönginni og létust í einu versta slysi í sögu Englands og íþróttasögunni.  Minningarathöfnin fór fram á heimavelli Liverpool, Anfield en mikið hefur verið fjallað um slysið og í kjölfar þess var reglum um leikvanga breytt og öryggi áhorfenda aukið.  Slysið varð í undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forrest, sem fram fór á hlutlausum velli, Hillsborough, heimavelli Sheffield Wednesday.  Allt of mörgum stuðningsmönnum Liverpool var hleypt inn á afmarkað svæði í einni stúkunni en girðingar aðskildu áhorfendastúkur og völlinn og þrýstust áhorfendur að girðingunni með fyrrgreindum afleiðingum.  Leikurinn var flautaður af strax á 6. mínútu og björgunaraðgerðir hófust.
 
Til að minnast þeirra 96 sem létust, var talan 96 búin til úr treflum ýmissa knattspyrnufélaga sem sýndu þannig stuðning við aðstandendur þeirra sem létu lífið í þessu hörmulega slysi.  ÍBV lét ekki sitt eftir liggja en þeir Ólafur Jóhannesson og Hannes Sigurðsson, gallharðir Liverpoolmenn og meðlimir í knattspyrnuráði karla, sendu tvo trefla, sem voru innan um hundruði annarra á miðjum Anfield leikvanginum.

Meira

Naumt tap í toppslagnum

| 14.04.2014 | 21:59

Andri Heimir handleggsbrotinn

| 11.04.2014 | 09:19

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið