| 25.01.2015 | 12:58

Gestaliðið mætt en ÍBV ekki

Í dag átti ÍBV að spila gegn Fjölni í 3. flokki kvenna í handbolta og átti leikurinn að fara fram í Eyjum klukkan 11:00.  Það gerist ekki oft að gestaliðið sé mætt til leiks en heimaliðið ekki, en það gerðist hins vegar í morgun.  Þannig er mál með vexti að Fjölnisliðið mætti til Eyja í gær og gisti eina nótt.  Á sama tíma spilaði meistaraflokkur kvenna gegn Val en í leikmannahópnum eru margir leikmenn úr 3. flokki.  Meistaraflokksliðið var hins vegar veðurteppt og komst því ekki til Eyja þar sem Herjólfur sigldi ekki síðari ferðina.  
 
Þetta er næstum örugglega í fyrsta skipti sem dæmið snýst við, að gestaliðið sé mætt til leiks í Eyjum en ekki ÍBV.
 
 

Meira

| 24.01.2015 | 16:57

Eins marks tap gegn Val

Kvennalið ÍBV tapaði fyrir Val í dag þegar liðið sótti Reykjavíkurliðið heim í Vodafonehöllina.  ÍBV var einu marki yfir í hálfleik 13:14 en Valur reyndist sterkari í síðari hálfleik og vann að lokum 23:21.  Þetta var jafnframt annað tap liðsins í þremur fyrstu leikjunum eftir áramót en liðið tapaði fyrir Gróttu í fyrsta leik á heimavelli eftir áramót en vann svo öruggan sigur á ÍR.  ÍBV er að missa toppliðin tvö, Gróttu og Fram of langt fram úr sér en bæði lið eru með 24 stig, Stjarnan er í þriðja sæti með 20 og ÍBV er í fjórða sæti með 18 stig.  Haukar eru svo í fimma sæti með 16 stig og Valur í sjötta sæti með 14.
 
Mörk ÍBV: Esther Óskars­dótt­ir 8, Dí­ana Dögg Magnús­dótt­ir 4, Elín Anna Bald­urs­dótt­ir 4, Vera Lopes 3, Jóna Sig­ríður Hall­dórs­dótt­ir 2.
 

Meira

Norskur varnarmaður skoðaður

| 24.01.2015 | 13:14

Arnar að taka við af Erlingi?

| 24.01.2015 | 11:19

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið