| 28.11.2015 | 23:30

Eyjamenn úr leik

Benfica og ÍBV mætt­ust í kvöld í síðari leik liðanna í 3. um­ferð Áskor­enda­bik­ars Evr­ópu í hand­knatt­leik karla í Lissabon. Benfica sigraði leikinn 34-26 og eru þeir komnir áfram í 4. umferð keppninnar.
 
Fyrri hálfleik­ur var mjög jafn og mik­ill hraði í leikn­um. ÍBV byrjaði líkt og í gær leikinn vel og leiddu strákarnir framan af en þegar 24. mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 11-13 fyrir ÍBV. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum og breyttu þeir stöðunni í 17-16 en þannig var staðan í hálfleik.
 
Heima­menn byrjuðu síðari hálfleikinn af mikl­um krafti og gerðu fyrstu þrjú mörkin. Þá tók lið ÍBV við sér, strákarnir skoruðu næstu fjögur mörk og jöfnuðu leikinn, 20-20. Í stöðunni 22-21 voru Eyjamenn tveimur fleiri en liðsmenn Benfica voru klókir og fiskuðu Einar Sverrisson út af og gáfu Hákoni Daða Styrmissyni olnbogaskot sem dómari leiksins sá ekki og ÍBV missti annan mann af velli fyrir mótmæli af bekknum og liðsmenn Benfica skoruðu næstu fjögur mörk og gerðu nánast út um leikinn. Eftir þetta var róðurinn virkilega þungur hjá ÍBV og endaði leikurinn með átta marka sigri Benfica 32-26. 
 
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Ein­ar Sverris­son 6, Andri Heim­ir Friðriks­son 6, Kári Kristján Kristjánsson 4, Svanur Páll Vilhjálmsson 3, Dagur Arnarsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 2 og Magnús Stefánsson 2.
 
Stephen Nielsen varði fjórtán skot í marki ÍBV og Kolbeinn Aron Arnarson tvö.
 
Strákarnir fljúga heim til Íslands í nótt og eru væntanlegir til Eyja á morgun. 
 
 

Meira

| 27.11.2015 | 23:09

Svekkjandi tap hjá ÍBV gegn Benfica

 ÍBV mætti Benfica í kvöld  í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu í handbolta, en liðin mættust í Lissabon í kvöld þar sem strákarnir töpuðu naumlega 26-28 eftir að hafa verið yfir nánast allan tíman í leiknum. Það er þó enn von en strákarnir þurfa þá að sigra leikinn á morgun með þremur mörkum en það lið sem sigrar samanlagt leikina tvo fer áfram í 16 liða úrslitin.
 
Liðsmenn Benfica skoruðu fyrsta mark leiksins og voru yfir 1-2 en þá tóku leikmenn ÍBV völdin á vellinum og leiddu alveg allt þar til um tíu mínútur voru eftir af leiknum. ÍBV náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 12-7, en þeir voru yfir í hálfleik 14-13 þar sem Einar Sverrisson var frábær en hann skoraði átta af mörkunum fjórtán í fyrri hálfleik en hann skoraði alls 12 mörk í leiknum. 
 
Eyjamenn leiddu framan af síðari hálfleik eða allt þangað til tíu mínútur voru eftir eins og áður sagði en þá jöfnuðu liðsmenn Benfica leikinn í 22-22 en þeir voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu 26-28.
 
Liðin mætast svo aftur á morgun en leikurinn hefst klukkan 19:30. 
 
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Einar Sverrisson 12, Kári Kristján Kristjánsson 4, Svanur Páll Vilhjálmsson 3, Elliði Snær Viðarsson 2, Grétar Þór Eyþórsson 2, Dagur Arnarsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1 og Brynjar Karl Óskarsson 1
 
Stephen Nielsen varði 9 skot í marki ÍBV og Kolbeinn Aron Arnarsson varði eitt víti.  
 
 
 
 

Meira

Elvar Ingi í ÍBV

| 26.11.2015 | 14:25

Afturelding kemur í heimsókn

| 23.11.2015 | 10:29

Fimmtán marka sigur á Fjölni

| 21.11.2015 | 15:29

Eins marks sigur á ÍR

| 20.11.2015 | 19:25

Eldri fréttir