| 20.01.2017 | 14:11

Ester Óskarsdóttir: Það lið sem mun spila betri vörn vinnur leikinn

Ester Óskarsdóttir fyrirliði ÍBV var ánægð með sigurinn á Selfossi þegar Eyjafréttir höfðu samband við hana nokkru eftir leik. Jafnframt hafði hún trú á að ná hagstæðum úrslitum gegn öflugu liði Stjörnunnar um næstu helgi.
Hvernig fannst þér leikurinn gegn Selfossi spilast? ?Hann var nokkuð kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að eiga góða kafla. Mér fannst við hefðum átt að leiða allan leikinn en okkur tókst aldrei að slíta þær nógu vel frá okkur. Jafn og skemmtilegur leikur eins og við mátti búast,? segir Ester Óskarsdóttir fyrirliði ÍBV.
Lítur liðið vel út eftir jólafrí? Já, ég er nokkuð ánægð með gang mála. Yfirleitt höfum við ekki verið að koma sterkar inn strax eftir jól þar sem við missum oft svo marga leikmenn frá okkur í pásunni. En það var annar háttur á þessu í þessari pásu svo ég er nokkuð sátt með liðið. Svo má ekki gleyma að Greta er komin aftur inn í hópinn og það eru heldur betur jákvæðar fréttir, hún sýndi okkur það í leiknum á móti Selfossi hversu mikilvæg hún er fyrir liðið,? segir Ester.
Næsti leikur er gegn sterku liði Stjörnunni á laugardaginn, hvernig metur þú möguleikana gegn þeim? ?Stjarnan er með rosalega gott lið og hefur sýnt það en möguleikarnir eru fyrir hendi. Þetta verður hörku leikur, hraður og skemmtilegur. Ef við náum upp geðveiki í vörn og fáum markmennina með þá verður þetta sætur ÍBV sigur. Það lið sem mun spila betri vörn á laugardaginn vinnur leikinn,? segir Ester með fulla trú á sínu liði.

Meira

| 19.01.2017 | 10:18

Sigríður Lára Íþróttamaður Vestmannaeyja 2016

Sigríður Lára Garðarsdóttir knattspyrnukona er Íþróttamaður Vestmannaeyja 2016. Þetta var upplýst á samkomu í Höllinni í gærkvöldi þar sem félög innan ÍBV kynntu hvert sinn íþróttamann. ?Sísí Lára er fædd í Vestmannaeyjum 1994. Hún hóf mjög ung að stunda íþróttir í Eyjum og stundaði ásamt knattspyrnunni handbolta og golf áður en hún valdi að einbeita sér að knattspyrnuiðkun,? sagði Hjördís Steina Traustadóttir, formaður ÍBV-héraðssambands um Sigríði Láru sem strax eftir afhendingu fór í flug þar sem hún átti að mæta á landsliðsæfingu.
 
 
?Sísí Lára hóf að leika með meistaraflokki ÍBV árið 2009 aðeins 15 ára gömul og lék það ár 10 leiki og gerði í þeim 2 mörk. Í dag hefur Sísí Lára leikið 126 leiki og skorað í þeim 21 mark. Í vor varð ÍBV liðið Lengjubikarmeistari og átti Sigríður Lára stóran þátt í þeim titli. Sísí Lára spilaði stórt hlutverk í liði ÍBV á Laugardalsvelli í ágúst í sjálfum bikarúrslitaleiknum en í þeim leik lögðu andstæðingar ÍBV ríka áherslu á það að halda Sísí Láru niðri. Í sumar var eitt að mörkum Sísíar Láru valið sem eitt af fallegustu mörkum fótboltasumarsins og var hún að meðal markahæstu miðjumanna í íslensku deildinni sumarið 2016,? sagði Hjördís m.a.
 
Fleiri viðurkenningar voru veittar og Vestmannaeyjabær afhenti styrki til íþróttafólks en nánar verður greint frá því í næsta blaði Eyjafrétta.
 
 

Meira

Teddi tilbúinn í slaginn

| 18.01.2017 | 14:12

ÍBV sigraði Selfoss

| 15.01.2017 | 17:00

Eldri fréttir