| 20.10.2014 | 13:59

Ekki langur aðdragandi

Jóhannes Harðarson, þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu mun verða búsettur í Eyjum en Jóhannes skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið.  Jóhannes sagði að ráðningin hefði ekki átt sér langan aðdraganda.  ?Nei ég get varla sagt það.  Eftir að ég hafði gefið það út að ég myndi ekki vera áfram úti í Noregi, þá hafði ÍBV samband við mig.  Ég fékk það út að þetta væri mjög spennandi og vildi ræða þetta nánar, sem við gerðum.  Þetta tók nokkra daga þangað til að við komumst að samkomulagi.  Úr varð að ég kom hingað í morgun og við ræddum málin frekar og þá var ekkert annað að gera en að ganga frá þessu.?
 
Nú hefurðu verið lengi erlendis.  Hefurðu fylgst með íslenska boltanum?
?Ég hef reynt að fylgjast eins vel með og ég hef getað.  En þetta er ákveðin áskorun að koma sér inn í þetta aftur og kynnast íslenskum fótbolta upp á nýtt.  Við höfum rætt mikið um leikmannamál í dag og ég á eftir að skoða video og fara betur yfir þau mál til að fá sem besta mynd af þessu.  Það verður vinnan næstu daga að kynna sér þetta eins vel og hægt er.?
 
Viðtalið í heild sinni fylgir með fréttinni.
 

Meira

| 20.10.2014 | 13:35

Jóhannes Harðarson tekur við ÍBV

Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson er næsti þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu.  Jóhannes hefur undanfarin ár verið erlendis, bæði verið atvinnumaður í knattspyrnu og síðan þjálfari.  Jóhannes var þjálfari norska C-deildarliðsins Floy en hann skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV.  Jóhannes mun búa í Eyjum ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og þremur dætrum.
 
?Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsídeildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár. Einnig mun Jóhannes koma að mótun yngri leikmanna félagsins í góðu samstarfi við þá þjálfara sem starfa hjá félaginu. Markmið beggja, félagsins og Jóhannesar, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu,byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsin,? segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.
 
?Jóhannes er vel kunnur sem einn af okkar betri knattspyrnumönnum áður en hann snéri sér að þjálfun. Jóhannes lék allan sinn feril hérlendis með Skagamönnum og varð fljótt einn af lykilleikmönnum þess liðs. Hann lék með liði Skagamanna frá árinu 1995-2000 og varð m.a. Íslandsmeistari með Skagaliðinu á sínu fyrsta ári. Hann varð svo tvöfaldur meistari með liðinu árið 1996 eftir tvo hreina úrslitaleiki, annars vegar gegn KR í deildinni, sigur 4-1, og svo gegn ÍBV í bikarkeppninni, sigur 2-1. Hann varð svo aftur bikarmeistari með liðinu árið 2000 eftir 2-1 sigur á ÍBV. Eftir tímabilið árið 2000 hélt Jóhannes í atvinnumennsku til Hollands og lék þar árin 2001-2004 með liðum MVV Maastricht og Groningen. Þaðan hélt hann svo til Noregs og lék með liði Start árin 2004-2009 þar til hann snéri sér að þjálfun og tók þá við liði Fløy í 3. efstu deild í Noregi. Jóhannes Þór hefur nú þjálfað lið Fløy sl. 5 ár og skilar þar góðu búi.  Jóhannes á að baki leiki með öllum landsliðum Íslands og þar af 2 A-landsleiki, og voru það báðir sigurleikir gegn Suður-Afríku og Möltu. Jóhannes hóf hins vegar sinn landsliðsferil með U-16 hér í Vestmannaeyjum á Norðurlandamótinu árið 1991.?
 
Í tilkynningunni segir að félagið vonist til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, fylki sér á bak við nýjan þjálfara, leikmenn og stjórn knattspyrnunnar í að styðja við verkefnið að festa ÍBV liðið í sessi sem Pepsídeildarlið.
 
Við undirritunina kom jafnframt fram að ekki væri búið að ganga frá ráðningu aðstoðarþjálfara.

Meira

Nýr þjálfari kynntur í dag?

| 20.10.2014 | 08:20

Ekki Eyjadagur í handboltanum

| 18.10.2014 | 19:07

ÍBV tapaði fyrir Jomi Salerno

| 17.10.2014 | 18:34

ÍBV tapaði fyrir Jomi Salerno

| 17.10.2014 | 18:34

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið