| 26.10.2014 | 10:35

Góður dagur í gær hjá ÍBV

Það er ekki annað hægt að segja en að gærdagurinn hafi verið góður hjá handboltaliðum ÍBV.  Kvennaliðið tók á móti Selfossi í Eyjum í gær og áttu gestirnir ekki möguleika í Suðurlandsslag Olísdeildar kvenna.  ÍBV náði afgerandi forskoti um miðjan fyrri hálfleik og hélt Selfyssingum í nokkuð þægilegri fjarlægð frá sér.  Staðan í hálfleik var 17:9 og strax í fyrri hálfleik voru varamenn ÍBV farnir að týnast inn á.  Leiknum lauk svo með þriggja marka sigri, 27:24 en sigurinn var mun öruggari en lokatölur gefa til kynna.  Mörk ÍBV gerðu þær Vera Lopes 6, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Telma Silva Amado 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Drífa Þorvaldsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 3, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1.
 
 
Frábær sigur í Hafnarfirði
Liðin tvö sem mættust svo eftirminnilega í úrslitum Íslandsmótsins síðasta vor, ÍBV og  Haukar, léku í Hafnarfirði í gær.  Eyjamenn fóru mjög vel af stað í leiknum, komust í 3:13 en Haukar náðu smátt og smátt að saxa á forskotið þannig að staðan í hálfleik var 11:16.  Haukar byrjuðu svo mjög vel í síðari hálfleik, jöfnuðu 16:16 en Eyjamenn tóku þá aftur við sér og unnu að lokum með þremur mörkum, 23:26.  Mörk ÍBV gerðu þeir Theodórs Sigurbjörnsson 8, Einar Sverrisson 7, Andri Heimir Friðriksson 7, Svavar Kári Grétarsson 2, Guðni Ingvarsson 1, Grétar Þór Eyþórsson 1.
 

Meira

| 24.10.2014 | 20:50

Jón Ingason skrifar undir þriggja ára samning

Knattspyrnukappinn efnilegi Jón Ingason skrifaði í dag undir þriggja ára samning hjá ÍBV.  Jón er mikið efni, hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og spilaði mikið með ÍBV síðasta sumar.
 
Jón, sem er fæddur árið 1995, kemur upp úr yngri flokkum félagsins og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað alls 38 leiki fyrir ÍBV í meistaraflokki en 23 af þeim spilaði hann á nýliðnu keppnistímabili.
 
?Ánægja er innan félagsins með að tryggja þjónustu þessa unga og efnilega leikmanns og væntir félagið mikils af leikmanninum í framtíðinni,? segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.
 
 

Meira

Bleikur leikur á morgun

| 24.10.2014 | 13:33

Ekki langur aðdragandi

| 20.10.2014 | 13:59

Nýr þjálfari kynntur í dag?

| 20.10.2014 | 08:20

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið