| 1.09.2014 | 15:19

Handboltaveturinn byrjar í Eyjum á miðvikudag

Fyrsti opinberi handboltaleikur vetrarins fer fram næstkomandi miðvikudag í Eyjum þegar Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti bikarmeisturum Hauka.  Upphaflega átti leikurinn að fara fram á morgun, þriðjudag en leiknum var frestað um einn dag.  Leikurinn hefst klukkan 18:00 en Eyjamenn tefla fram lítið breyttu liði frá því síðasta vetur, fyrir utan að Róbert Aron Hostert er farinn í atvinnumennskuna í Danmörku og Arnar Pétursson, annar tveggja þjálfara liðsins er búinn að setja þjálfaraflautuna á hilluna.  Eyjamenn hafa hins vegar fengið þá Einar Sverrisson og Leif Jóhannesson til liðsins.
 
Eyjamenn tóku þátt í Hafnarfjarðarmótinu um helgina.  Liðið keppti þar einmitt gegn Haukum og tapaði 30:25 eftir að hafa verið 13:16 yfir í hálfleik.  Liðið keppti svo gegn Akureyri í leik um þriðja sætið og tapaði 27:28 eftir að hafa verið 18:9 yfir í hálfleik.

Meira

| 1.09.2014 | 12:00

Nýr aðstoðarþjálfari og nýtt ráð

 
Sigurður Bragason verður aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í karlahandboltanum. Samningur þess efnis var undirritaður í lúkarnum á aflatrillunni Þrasa VE, sem er í eigu fjölskyldu Sigurðar. Sigurð þarf varla að kynna fyrir handboltaunnendum enda fyrrum fyrirliði karlaliðsins og einn litríkasti leikmaður þess síðari ár. ?Það er spennandi verkefni að fara starfa við hliðina á Gunnari Magnússyni, sem er einn besti handboltaþjálfarinn á Íslandi í dag. Ég á eftir að læra mikið af honum í vetur. ?Ég lít einnig á það sem mikinn heiður að fá að hefja þjálfaraferil í meistaraflokki með því að taka við Íslandsmeistrunum. Þetta verður mikil áskorun. ? sagði Sigurður sem um áratugaskeið hefur starfað sem þjálfari í yngri flokkum auk þess sem hann var í handboltaráði síðasta vetur. ?Það er líka gaman að því að fyrsti leikurinn sem ég starfa sem aðstoðarþjálfari, er leikur um bikar en við mætum Haukum í Meistarakeppninni á miðvikudag. Svo eftir það er það Evrópukeppnin,? sagði hann og brosti.
 
 
Nýtt handboltaráð
Það eru breytingar víðar í handboltanum því nýtt handboltaráð tekur nú við keflinu. Karl Haraldsson, sem er við hlið Sigurðar á myndinni, er nýr formaður ráðsins en hann tekur við af Sindra Ólafssyni. ?Þessar breytingar eru gerðar í góðu samráði við alla aðila. Þannig munu allir þeir sem voru í ráðinu síðasta vetur, taka að sér ákveðin verkefni fyrir ráðið og létta þannig undir með nýja ráðinu,? sagði Karl. Með Karli í ráðinu verða þau Valgerður Guðjónsdóttir, varaformaður, Pálmi Harðarson, gjaldkeri og þau Katrín Harðardóttir og Grétar Þór Eyþórsson eru meðstjórnendur en Grétar mun jafnframt leika með liðinu. Með Sindra síðasta vetur störfuðu þau Arnar Richardsson, Sigurður Bragason, Jóhanne
 
 
Fyrsti leikur á miðvikudag
Eins og Sigurður kom inn á, munu Íslandsmeistarar ÍBV mæta bikarmeisturum Hauka í Meistarakeppni HSÍ í Eyjum á miðvikudag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á þriðjudag en hefur nú verið seinkað um einn dag og hefst leikurinn klukkan 18:00.

Meira

Nýr aðstoðarþjálfari

| 1.09.2014 | 12:00

Steinlágu fyrir Val

| 31.08.2014 | 19:24

Þórarinn í landsliðið

| 29.08.2014 | 14:20

Eldri fréttir
Hleð inn mynd
Nýtt á spjallinu
1 KR 17 14 1 2 41:18 43 2 FH 19 12 4 3 38:19 40 3 Stja 19 12 4 3 31:18 40 4 Breið 17 9 5 3 27:19 32 5 ÍBV 18 7 5 6 22:20 26 6 Valur 17 6 7 4 33:25 25...............................................................................fá á sig fá mörk en þarf að fá markaskorun í gang.. ath. það.. Fara á spjallið