Reglugerð um veitingu heiðursviðurkenninga
Íþróttabandalags Vestmannaeyja
 
1. grein.
Stjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja skal veita þeim sem unnið hafa af atorku og dugnaði að vexti og viðgangi íþróttastarfsemi í Vestmannaeyjum heiðursviðurkenningu eftir því sem segir í reglugerð þessari
 
2. grein
Heiðursviðurkenningarnar eru þessar:
1. Heiðurskross ÍBV úr gulli
2. Heiðursmerki ÍBV úr gulli
3. Heiðursmerki ÍBV úr silfri
4. Bandalagsmerki ÍBV
5. Starfsmerki ÍBV
 
3. grein
Stjórn Íþróttabandalags Vestmanneyja gerir tillögu um veitingu heiðursviðurkenninga og skal hún samþykkt af 4/5 hluta stjórnar. Heiðursviðurkenningarnar skulu einungis afhentar á ársþingi ÍBV eða við hátíðleg tækifæri.
 
4. grein
Heiðurskross ÍBV úr gulli er æðsta heiðursviðurkenning Íþróttabandalags Vestmanneyja, sem veitis einungis undir sérstökum kringumstæðum og þá helst ekki öðrum en þeim sem áður hafa hlotið Heiðursmerki ÍBV úr gulli eða silfri.
 
5. grein
Heiðursmerki ÍBV úr gulli er næst æðsta heiðursviðurkenning Íþróttabandalags Vestmannaeyja.
Við veitingu gullmerki ÍBV skal tekið mið af því að sá sem veita á merkið hafi áður verið veitt silfurmerki ÍBV og hafi staðið í forystusveit íþróttamála í Vestmannaeyjum og unnið þeim vel og dyggilega.
 
6. grein
Heiðursmerki ÍBV úr silfri skal einungis veita þeim sem unnið hafa vel og dyggilega fyrir íþróttahreyfinguna í áratug eða lengur.
 
7. grein
Bandalagsmerki ÍBV má veita öllum sem starfað hafa vel fyrir bandalagið svo og þeim sem stjórn ÍBV telur ásæðu til að heiðra eða veita viðurkenningu fyrir störf tengd íþróttamálum.
 
8. grein.
Starfsmerki ÍBV skal veita þeim sem unnið hafa íþróttaafrek á vegum ÍBV, skarað fram úr eða unnið landsmót undir nafni ÍBV.
Stjórnir aðildarfélaga ÍBV og ráða innan ÍBV skulu gera tillögur til stjórnar ÍBV um hverjum skuli veitt merkið.
Merkið má aðeins veita einu sinni.
 
9. grein
Heimilt er með samþykkt allra stjórnarmanna ÍBV að veita mönnum utan Vestmannaeyja viðurkenningar er um getur í reglugerð þessari, ef viðkomandi hefur að mati stjórnar unnið ómetanleg störf fyrir Íþróttabandalag Vestmannaeyja eða íþróttamál í Vestmannaeyjum.
 
10. grein
Stjórn Iþróttabandalags Vestmannaeyja skal halda gerðabók þar sem skrá skal handhafa heiðursviðurkenninga ÍBV.
 
11. grein
Þeir sem hljóta heiðursviðurkenningar ÍBV hafa einir rétt til þess að bera þær og er óheimilt að láta þær af hendi.
 
12. grein
Reglugerð þessari verður einungis breytt á ársþingi Íþróttabandalags Vestmannaeyja.
 
13. grein
Reglugerð öðlast þegar gildi.
Þannig samþykkt á ársþingi Íþróttabandalags Vestmannaeyja haldið 15. og 29. dsember 1990.