Átröskun - Fyrirlestrar

16.11.2023

Miðvikudaginn 22. nóvember nk. ætlar ÍBV íþróttafélag að vera með fyrirlestra um átröskun í samstarfi við okkur í stjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja.

 

Við viljum því bjóða ykkur að vera með í þessum fyrirlestrum og hvetjum við því öll aðildarfélögin okkar, þjálfara og foreldra sem áhuga hafa á þessu málefni að taka þátt í þeim. Við biðjum ykkur því að koma þessum skilaboðum til ykkar stjórna, þjálfara og foreldra. Endilega hvetjið ykkar fólk til að mæta. Allir velkomnir 😊

 

Fyrirlesarar verða  Tinna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Guðrún Erla Hilmarsdóttir þroskaþjálfi, en þær eru báðar starfandi í átröskunarteymi BUGL. Þær ætla að fara yfir hvernig á að þekkja einkenni átröskunar og hvernig á að bregðast við. Boðið verður upp á tvo fyrirlestra, fyrri fyrirlesturinn verður fyrir fagfólk, þjálfara og kennara kl. 16-18 í sal FÍV. Seinni fyrirlesturinn verður kl. 19:30-20:30 í Sal FÍV. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að skrá sig hér fyrir neðan svo við vitum hvað er von á mörgum.

 

Hérna er hlekkur fyrir fagfólk, þjálfara og kennara: https://forms.office.com/e/V5QEcLTMXB

Hérna er hlekkur fyrir foreldra: https://forms.office.com/e/HNXrV79skH

Vonumst til að sjá ykkur sem flest 😊

F.h. stjórnar Íþróttabandalags Vestmannaeyja